Serranos-tvíeykið snýr sér að sterkum asískum mat 27. október 2011 10:30 Færa út kvíarnar Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson, eigendur Serrano, ætla að opna nýjan stað, Nam, um mánaðamótin nóvember/desember. Staðurinn verður byggður upp á svipaðan hátt og Serrano nema að asísk matargerð verður í fyrirrúmi. Fréttablaðið/Stefán „Við horfum til mánaðamótanna nóvember/desember. Okkar hugmyndafræði gengur út á að gera hlutina vel og ef staðurinn er ekki tilbúinn færum við bara dagsetninguna,“ segir Emil Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri íslensku skyndibitakeðjunnar Serrano. Fyrirtækið hyggst opna nýjan veitingastað á Bíldshöfða sem hefur verið gefið nafnið Nam. Emil segir þá ætla að sjá hvernig viðtökurnar verði við fyrsta staðnum, fari allt á besta veg verði fleiri Nam-staðir opnaðir á næstu sex til tólf mánuðum. Að sögn Emils Helga verður staðurinn byggður upp á svipaðan hátt og Serrano nema að asísk matargerð verður í fyrirrúmi. „Það verða ákveðnir kjarnaréttir og svo velurðu fyrir sjálfan þig úr borðinu,“ útskýrir Emil, en matseðill staðarins er ekki fullmótaður. Matargerð frá Asíu hefur notið talsverða vinsælda hér á landi og Emil segist vita vel af því framboði sem í boði er. „Margir af þeim horfa hins vegar til Taílands en við ætlum okkur enn austar, til Kína, Laos og Víetnam. Sá matur er aðeins sterkari og bragðmeiri.“ Emil segir að hann og Einar Örn Einarsson, sem er hinn eigandi Serrano, hafi gengið með þennan veitingastað lengi í maganum. „Við ferðumst báðir mjög mikið og erum mikið að spá í matarmenningu og veitingastaði og þessi matarmenning hefur einfaldlega heillað okkur upp úr skónum,“ útskýrir Emil, en Einar Örn stýrir útrás Serrano í Svíþjóð þar sem staðirnir fjórir hafa notið mikilla vinsælda. Velgengni Serrano hefur verið með miklum ólíkindum frá því að Emil og Einar Örn opnuðu fyrsta staðinn fyrir níu árum. Serrano-staðirnir eru nú orðnir sex hér á landi og fjórir í Svíþjóð. Stefnt er að því að opna fjóra staði til viðbótar hér á landi á næstu tólf mánuðum. „Við erum hins vegar ekkert orðnir ógeðslega ríkir á þessu. Þegar hrunið varð vorum við bara það heppnir að við skulduðum nánast ekki neitt og okkar mottó hefur alltaf verið að eiga fyrir því sem við gerum,“ segir Emil. „Þetta er bæði vinnan okkar og áhugamál og við höfum ótrúlega gaman af þessu, sem er bara frábært.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
„Við horfum til mánaðamótanna nóvember/desember. Okkar hugmyndafræði gengur út á að gera hlutina vel og ef staðurinn er ekki tilbúinn færum við bara dagsetninguna,“ segir Emil Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri íslensku skyndibitakeðjunnar Serrano. Fyrirtækið hyggst opna nýjan veitingastað á Bíldshöfða sem hefur verið gefið nafnið Nam. Emil segir þá ætla að sjá hvernig viðtökurnar verði við fyrsta staðnum, fari allt á besta veg verði fleiri Nam-staðir opnaðir á næstu sex til tólf mánuðum. Að sögn Emils Helga verður staðurinn byggður upp á svipaðan hátt og Serrano nema að asísk matargerð verður í fyrirrúmi. „Það verða ákveðnir kjarnaréttir og svo velurðu fyrir sjálfan þig úr borðinu,“ útskýrir Emil, en matseðill staðarins er ekki fullmótaður. Matargerð frá Asíu hefur notið talsverða vinsælda hér á landi og Emil segist vita vel af því framboði sem í boði er. „Margir af þeim horfa hins vegar til Taílands en við ætlum okkur enn austar, til Kína, Laos og Víetnam. Sá matur er aðeins sterkari og bragðmeiri.“ Emil segir að hann og Einar Örn Einarsson, sem er hinn eigandi Serrano, hafi gengið með þennan veitingastað lengi í maganum. „Við ferðumst báðir mjög mikið og erum mikið að spá í matarmenningu og veitingastaði og þessi matarmenning hefur einfaldlega heillað okkur upp úr skónum,“ útskýrir Emil, en Einar Örn stýrir útrás Serrano í Svíþjóð þar sem staðirnir fjórir hafa notið mikilla vinsælda. Velgengni Serrano hefur verið með miklum ólíkindum frá því að Emil og Einar Örn opnuðu fyrsta staðinn fyrir níu árum. Serrano-staðirnir eru nú orðnir sex hér á landi og fjórir í Svíþjóð. Stefnt er að því að opna fjóra staði til viðbótar hér á landi á næstu tólf mánuðum. „Við erum hins vegar ekkert orðnir ógeðslega ríkir á þessu. Þegar hrunið varð vorum við bara það heppnir að við skulduðum nánast ekki neitt og okkar mottó hefur alltaf verið að eiga fyrir því sem við gerum,“ segir Emil. „Þetta er bæði vinnan okkar og áhugamál og við höfum ótrúlega gaman af þessu, sem er bara frábært.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira