Ljúfur og trylltur Tom Waits 27. október 2011 22:00 Síðasta mánudag sendi Tom Waits frá sér plötuna Bad as Me, en hún er hans fyrsta plata með nýju efni síðan meistaraverkið Real Gone kom út fyrir sjö árum. Trausti Júlíusson skoðaði þennan umdeilda listamann. Bandaríski tónlistarmaðurinn Tom Waits kallar fram óvenjusterk viðbrögð hjá fólki. Margir dýrka hann og líta á hann sem meistara sem eigi sér engan sinn líka, en svo eru þeir til sem þola hann ekki og fá ógleði af því einu að heyra hrjúfa röddina. Og það virðist ekki vera mikið þarna á milli. Annað hvort elska menn Tom Waits eða þeir hata hann. Ég hef lengi tilheyrt fyrrnefnda hópnum og þess vegna var ég fljótur að stökkva til þegar ég heyrði af Bad as Me, nýju Tom Waits-plötunni sem kom út á mánudaginn og er hans fyrsta plata með nýju efni í sjö ár. Gerir það sem honum sýnistTom Waits hefur gert nákvæmlega það sem honum sýnist síðustu ár. Hann gefur út þegar hann vill og það sem hann vill. Eftir að samningur hans við Island-fyrirtækið kláraðist samdi hann við Anti-útgáfuna og árið 1999 kom út fyrsta plata þess samstarfs, Mule Variations, sem náði miklum vinsældum. Síðan komu tvær sama daginn, Alice og Blood Money (2002), og svo Real Gone (2004). Auk þess sendi hann frá sér þreföldu safnplötuna Orphans árið 2006, en á henni var áður óútgefið eða illfáanlegt efni, og tónleikaplötuna Glitter and Doom fyrir tveimur árum. Tónlistarlega eru þessar plötur nokkuð fjölbreyttar. Það má segja að allan ferilinn hafi Tom Waits flakkað á milli rólegrar og ljúfrar tónlistar og ýktrar og æstrar. Stundum blandast þetta fullkomlega á sömu plötunni, til dæmis á Mule Variations, en svo eru líka ljúfar plötur (Closing Time, Blue Valentine) og trylltar (Real Gone). Á nýju plötunni Bad as Me eru lög úr báðum þessum deildum. Platan byrjar með látum með laginu Chicago og lögin Bad as Me, Raised Right Men, Satisfied og Hell Broke Luce eru sömuleiðis æst og kraftmikil, en svo eru róleg lög inni á milli, þar á meðal Face to the Highway og Back in the Crowd. Keith Richards meðal gestaTom Waits var tekinn í Frægðarhöll rokksins fyrr á árinu. Þegar hann tók við þessari eftirsóttu heiðursnafnbót sagði hann m.a. og beindi orðum sínum til bransamannanna í salnum: „Menn segja að ég eigi engin metsölulög og að ég sé erfiður í samstarfi. Og þeir segja það eins og það sé eitthvað slæmt!" Waits á samt ekki í vandræðum með að fá tónlistarmenn til að vinna með sér. Á meðal þeirra sem spila á Bad as Me má nefna sjálfan Keith Richards, David Hidalgo úr Los Lobos og gítarleikarann og hljómsveitarstjórann Marc Ribot, sem hefur mikið unnið með Waits. Eins og áður segir eru skoðanir mjög skiptar á Tom Waits. Gagnrýnendur hafa samt nánast undantekningarlaust tekið nýju plötunni vel. Þegar þetta er skrifað er hún með 9/10 á Metacritic-vefsíðunni, en það er meðaleinkunn 27 gagnrýnenda. Bresku blöðin Independent, Telegraph og Clash eru á meðal þeirra miðla sem gefa henni hæstu einkunn. Bad as Me er fín plata. Þeir sem kunna að meta Tom Waits verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Það er samt ólíklegt að hún snúi þeim sem þola hann ekki… Fréttir Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Síðasta mánudag sendi Tom Waits frá sér plötuna Bad as Me, en hún er hans fyrsta plata með nýju efni síðan meistaraverkið Real Gone kom út fyrir sjö árum. Trausti Júlíusson skoðaði þennan umdeilda listamann. Bandaríski tónlistarmaðurinn Tom Waits kallar fram óvenjusterk viðbrögð hjá fólki. Margir dýrka hann og líta á hann sem meistara sem eigi sér engan sinn líka, en svo eru þeir til sem þola hann ekki og fá ógleði af því einu að heyra hrjúfa röddina. Og það virðist ekki vera mikið þarna á milli. Annað hvort elska menn Tom Waits eða þeir hata hann. Ég hef lengi tilheyrt fyrrnefnda hópnum og þess vegna var ég fljótur að stökkva til þegar ég heyrði af Bad as Me, nýju Tom Waits-plötunni sem kom út á mánudaginn og er hans fyrsta plata með nýju efni í sjö ár. Gerir það sem honum sýnistTom Waits hefur gert nákvæmlega það sem honum sýnist síðustu ár. Hann gefur út þegar hann vill og það sem hann vill. Eftir að samningur hans við Island-fyrirtækið kláraðist samdi hann við Anti-útgáfuna og árið 1999 kom út fyrsta plata þess samstarfs, Mule Variations, sem náði miklum vinsældum. Síðan komu tvær sama daginn, Alice og Blood Money (2002), og svo Real Gone (2004). Auk þess sendi hann frá sér þreföldu safnplötuna Orphans árið 2006, en á henni var áður óútgefið eða illfáanlegt efni, og tónleikaplötuna Glitter and Doom fyrir tveimur árum. Tónlistarlega eru þessar plötur nokkuð fjölbreyttar. Það má segja að allan ferilinn hafi Tom Waits flakkað á milli rólegrar og ljúfrar tónlistar og ýktrar og æstrar. Stundum blandast þetta fullkomlega á sömu plötunni, til dæmis á Mule Variations, en svo eru líka ljúfar plötur (Closing Time, Blue Valentine) og trylltar (Real Gone). Á nýju plötunni Bad as Me eru lög úr báðum þessum deildum. Platan byrjar með látum með laginu Chicago og lögin Bad as Me, Raised Right Men, Satisfied og Hell Broke Luce eru sömuleiðis æst og kraftmikil, en svo eru róleg lög inni á milli, þar á meðal Face to the Highway og Back in the Crowd. Keith Richards meðal gestaTom Waits var tekinn í Frægðarhöll rokksins fyrr á árinu. Þegar hann tók við þessari eftirsóttu heiðursnafnbót sagði hann m.a. og beindi orðum sínum til bransamannanna í salnum: „Menn segja að ég eigi engin metsölulög og að ég sé erfiður í samstarfi. Og þeir segja það eins og það sé eitthvað slæmt!" Waits á samt ekki í vandræðum með að fá tónlistarmenn til að vinna með sér. Á meðal þeirra sem spila á Bad as Me má nefna sjálfan Keith Richards, David Hidalgo úr Los Lobos og gítarleikarann og hljómsveitarstjórann Marc Ribot, sem hefur mikið unnið með Waits. Eins og áður segir eru skoðanir mjög skiptar á Tom Waits. Gagnrýnendur hafa samt nánast undantekningarlaust tekið nýju plötunni vel. Þegar þetta er skrifað er hún með 9/10 á Metacritic-vefsíðunni, en það er meðaleinkunn 27 gagnrýnenda. Bresku blöðin Independent, Telegraph og Clash eru á meðal þeirra miðla sem gefa henni hæstu einkunn. Bad as Me er fín plata. Þeir sem kunna að meta Tom Waits verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Það er samt ólíklegt að hún snúi þeim sem þola hann ekki…
Fréttir Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira