Sprenging í sushi-áti meðal unga fólksins 12. desember 2011 06:00 Aldurshópurinn 18 til 26 ára hefur tekið sushi-réttina upp á sína arma á síðustu fimm árum ef marka má rannsókn Matís. Fréttablaðið/Stefán Íslendingar borða fisk sem aðalrétt að meðaltali tvisvar sinnum í viku samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Matís á neysluvenjum og viðhorfi fólks á aldrinum átján til áttatíu ára til sjávarfangs. Meðal þess sem fram kemur er að aldurshópurinn 18 til 26 ára neytir nú talsvert meira fiskmetis en fyrir aðeins fimm árum. Það skýrist helst með fiskneyslu utan heimilis. „Í þessum aldurshópi hefur orðið aukning í neyslu á ferskum fiski, sushi, saltfiski og á kældum hálf-tilbúnum réttum,“ segir í tilkynningu frá Matís. Í skýrslunni kemur fram að neysla á sushi hefur meira en fjórfaldast frá árinu 2006, langmest meðal yngra fólksins. „Ýsa er vinsælasta tegundin á borðum landsmanna og er neytt um einu sinni í viku, en næst á eftir er þorskur. Að jafnaði taka Íslendingar lýsi um fjórum sinnum í viku, en alls tekur um helmingur landsmanna lýsi daglega og 62 prósent þrisvar í viku eða oftar,“ segir í tilkynningu Matís þar sem einnig kemur fram að langflestir telji fisk hollan og góðan. „Flestir, sérstaklega fólk í eldri aldurshópum, telja fremur dýrt að borða fisk. Hins vegar finnst þeim fiskur frekar peninganna virði en þeim sem yngri eru. Svo virðist þó sem yngsti hópurinn sé jafnvel tilbúinn til að borga meira fyrir fisk, þar sem þeirra skoðun er að meira úrval af tilbúnum fiskréttum og fiskréttum á veitingastöðum gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu,“ segir Matís. Meðal þess sem var kannað var munur eftir búsetu. „Íbúar á Vestfjörðum borða mun oftar ýsu og skötu en íbúar í öðrum landshlutum, og íbúar á Suðurlandi borða sjaldnar þorsk en fólk í öðrum landshlutum. Þá borða íbúar á Norðurlandi eystra oftar silung en aðrir. Algengara er að þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu neyti fisks að heiman en aðrir Íslendingar. Höfuðborgarbúar borða einnig oftast Íslendinga hálftilbúna rétti úr ferskfiskborðum og sushi, en sjaldnast frosinn fisk. Frosinn fiskur er hins vegar tíðastur á borðum á Vesturlandi, meira en tvöfalt á við höfuðborgarsvæðið,“ segir í skýrslunni. Þá segir að almennt sé fólk vanafastara í kringum fiskmáltíðir á Vesturlandi, Vestjörðum og Suðurlandi, og meira ef það ólst upp við sjávarsíðuna. „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu versla oftar í fiskbúðum en aðrir, en íbúar á Norðurlandi vestra og á Austurlandi kaupa sjaldnast fisk í fiskbúðum og úr ferskfiskborði. Fersk flök eru oftar keypt á Vesturlandi, en á Vestfjörðum beint frá sjómönnum. Þá virðast íbúar á Norðurlandi vestra oftar en aðrir snæða eigin veiði.“gar@frettabladid.is Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
Íslendingar borða fisk sem aðalrétt að meðaltali tvisvar sinnum í viku samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Matís á neysluvenjum og viðhorfi fólks á aldrinum átján til áttatíu ára til sjávarfangs. Meðal þess sem fram kemur er að aldurshópurinn 18 til 26 ára neytir nú talsvert meira fiskmetis en fyrir aðeins fimm árum. Það skýrist helst með fiskneyslu utan heimilis. „Í þessum aldurshópi hefur orðið aukning í neyslu á ferskum fiski, sushi, saltfiski og á kældum hálf-tilbúnum réttum,“ segir í tilkynningu frá Matís. Í skýrslunni kemur fram að neysla á sushi hefur meira en fjórfaldast frá árinu 2006, langmest meðal yngra fólksins. „Ýsa er vinsælasta tegundin á borðum landsmanna og er neytt um einu sinni í viku, en næst á eftir er þorskur. Að jafnaði taka Íslendingar lýsi um fjórum sinnum í viku, en alls tekur um helmingur landsmanna lýsi daglega og 62 prósent þrisvar í viku eða oftar,“ segir í tilkynningu Matís þar sem einnig kemur fram að langflestir telji fisk hollan og góðan. „Flestir, sérstaklega fólk í eldri aldurshópum, telja fremur dýrt að borða fisk. Hins vegar finnst þeim fiskur frekar peninganna virði en þeim sem yngri eru. Svo virðist þó sem yngsti hópurinn sé jafnvel tilbúinn til að borga meira fyrir fisk, þar sem þeirra skoðun er að meira úrval af tilbúnum fiskréttum og fiskréttum á veitingastöðum gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu,“ segir Matís. Meðal þess sem var kannað var munur eftir búsetu. „Íbúar á Vestfjörðum borða mun oftar ýsu og skötu en íbúar í öðrum landshlutum, og íbúar á Suðurlandi borða sjaldnar þorsk en fólk í öðrum landshlutum. Þá borða íbúar á Norðurlandi eystra oftar silung en aðrir. Algengara er að þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu neyti fisks að heiman en aðrir Íslendingar. Höfuðborgarbúar borða einnig oftast Íslendinga hálftilbúna rétti úr ferskfiskborðum og sushi, en sjaldnast frosinn fisk. Frosinn fiskur er hins vegar tíðastur á borðum á Vesturlandi, meira en tvöfalt á við höfuðborgarsvæðið,“ segir í skýrslunni. Þá segir að almennt sé fólk vanafastara í kringum fiskmáltíðir á Vesturlandi, Vestjörðum og Suðurlandi, og meira ef það ólst upp við sjávarsíðuna. „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu versla oftar í fiskbúðum en aðrir, en íbúar á Norðurlandi vestra og á Austurlandi kaupa sjaldnast fisk í fiskbúðum og úr ferskfiskborði. Fersk flök eru oftar keypt á Vesturlandi, en á Vestfjörðum beint frá sjómönnum. Þá virðast íbúar á Norðurlandi vestra oftar en aðrir snæða eigin veiði.“gar@frettabladid.is
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði