Segi aldrei nei við Scarlett eða Quentin Tarantino Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 4. september 2011 14:00 Heba Þórisdóttir. Það vantar ekki stórstjörnurnar á tökustað The Avengers, en Heba Þórisdóttir sér um förðun í myndinni. Scarlett Johansson er á sínum stað sem Svarta ekkjan en Heba Þórisdóttir segir aldrei nei við vinnu með Scarlett. „Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út," segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. Heba er nú að vinna með bandarísku stjörnunni Scarlett Johansson við gerð hasarmyndarinnar The Avengers. Þar sameina krafta sína allar helstu söguhetjur Marvel-myndasögurisans í baráttunni gegn tortímingu heimsins. Meðal þeirra sem bregður fyrir í myndinni eru Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur, Thor í meðförum Chris Hemsworth og Captain America, leikinn af Chris Evans. Scarlett leikur sem fyrr Natöshu Romanoff, Svörtu ekkjuna. Gríðarleg leynd hvílir yfir tökustaðnum og nákvæmlega ekkert má leka út um hvað fer þar fram. Marvel-myndasöguhetjurnar hafa enda notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldin undanfarin ár og The Avengers er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum á þeirri miklu rússíbanareið. Heba, sem hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum, segist ekki muna eftir annarri eins leynd. Heba hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu þótt hún reyni yfirleitt að halda sig í grennd við Los Angeles. „Ég vil helst ekki vinna við fleiri en tvær kvikmyndir sem teknar eru utan Los Angeles á ári," segir Heba, en hún var Cate Blanchett innan handar við gerð myndarinnar Hanna og var yfir förðuninni á gamanmyndinni Bridesmaids sem sló í gegn hér á landi. Heba gegndi sama hlutverki í kvikmyndinni We Bought a Zoo eftir Cameron Crowe, en eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu semur Jónsi úr Sigur Rós tónlistina við þá mynd. Heba segir að nú verði hins vegar breyting á ferlinum því yngri sonur hennar er farinn í Boston-háskólann: „Og ég get því unnið eins og brjálæðingur og átt ekkert líf," segir Heba og hlær. Næsta verkefni hennar verður Tarantino-myndin Djangho Unchained með Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson, Kevin Costner og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. „Það eru tveir skjólstæðingar sem ég segi aldrei nei við; Scarlett og Tarantino." Lífið Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Það vantar ekki stórstjörnurnar á tökustað The Avengers, en Heba Þórisdóttir sér um förðun í myndinni. Scarlett Johansson er á sínum stað sem Svarta ekkjan en Heba Þórisdóttir segir aldrei nei við vinnu með Scarlett. „Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út," segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. Heba er nú að vinna með bandarísku stjörnunni Scarlett Johansson við gerð hasarmyndarinnar The Avengers. Þar sameina krafta sína allar helstu söguhetjur Marvel-myndasögurisans í baráttunni gegn tortímingu heimsins. Meðal þeirra sem bregður fyrir í myndinni eru Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur, Thor í meðförum Chris Hemsworth og Captain America, leikinn af Chris Evans. Scarlett leikur sem fyrr Natöshu Romanoff, Svörtu ekkjuna. Gríðarleg leynd hvílir yfir tökustaðnum og nákvæmlega ekkert má leka út um hvað fer þar fram. Marvel-myndasöguhetjurnar hafa enda notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldin undanfarin ár og The Avengers er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum á þeirri miklu rússíbanareið. Heba, sem hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum, segist ekki muna eftir annarri eins leynd. Heba hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu þótt hún reyni yfirleitt að halda sig í grennd við Los Angeles. „Ég vil helst ekki vinna við fleiri en tvær kvikmyndir sem teknar eru utan Los Angeles á ári," segir Heba, en hún var Cate Blanchett innan handar við gerð myndarinnar Hanna og var yfir förðuninni á gamanmyndinni Bridesmaids sem sló í gegn hér á landi. Heba gegndi sama hlutverki í kvikmyndinni We Bought a Zoo eftir Cameron Crowe, en eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu semur Jónsi úr Sigur Rós tónlistina við þá mynd. Heba segir að nú verði hins vegar breyting á ferlinum því yngri sonur hennar er farinn í Boston-háskólann: „Og ég get því unnið eins og brjálæðingur og átt ekkert líf," segir Heba og hlær. Næsta verkefni hennar verður Tarantino-myndin Djangho Unchained með Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson, Kevin Costner og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. „Það eru tveir skjólstæðingar sem ég segi aldrei nei við; Scarlett og Tarantino."
Lífið Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira