Níumenningarnir: "Ég er líka sekur um glæp" SB skrifar 19. janúar 2011 14:25 Skýrslutökum í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum lauk um klukkan tvö. Verjendur leiddu fyrir dóminn þrjú vitni sem öll áttu það sammerkt með sakborningunum að hafa tekið þátt í hinni meintu árás á Alþingi. Sjúkraliðinn og mótmælandinn Lárus Páll Birgisson bað dóminn um að ákæra sig líka. Ef glæpur hafi verið framinn væri hann líka sekur. "Bíddu er þetta búið," sagði Lárus þegar ekki bárust fleiri spurningar frá ákæruvaldi. "Ég ætti líka að vera ákærður." Dómarinn sagði þetta hvorki stað né stund fyrir yfirlýsingar. "Er ég ekki í réttarsal," svaraði Lárus og fékk sér því næst sæti hjá sakborningum sem vakti upp hlátur hjá áhorfendum í sal. Lárus var þriðja vitnið sem verjendur tefldu fram en öll vitnin þrjú eiga það sammerkt að hafa tekið þátt í aðgerðunum til jafns við sakborningana níu. Búast má við því að ein af megináherslum varnarinnar í munnlegum málflutningi á morgun verði einmitt að sýna fram á að sú ákvörðun að ákæra að kæra aðeins níu af 30 standist ekki nánari skoðun.Einn af sakborningunum í máli níumenningana situr á bekk fyrir utan héraðsdóm Reykjavíkur í lok réttarhaldanna í dag.Þá vakti mikla athygli þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins báru vitni í dag. Þeir voru einnig vitni verjenda. Össur rifjaði upp þegar hann sjálfur braust á palla alþingis á sínum tíma og hélt ræðu. Einar K. Guðfinnsson lýsti þeim tíma þegar mótmælendur brutu rúður á Alþingi og eldar voru kveiktir á Austurvelli. "Það var ekki þægilegt að vera þingmaður á þeim tíma," sagði Einar en tók fram að hann véfengdi ekki umboð skrifstofustjóra Alþingis að vísa máli níumenningana til rannsóknar. "Þessir atburðir voru ógnvekjandi." Fjöldi lögreglumanna bar einnig vitni í dag. Það sem var sameiginlegt í málflutningi þeirra var að enginn virtist vita hver stjórnaði aðgerðum þann 8. desember 2008 þegar þingverðir tilkynntu að Alþingishúsið lægi undir áras. Þá kom fram að í lögregluskýrslum yfir níumenningunum var meint brot skráð sem "húsbrot" en ekki sem árás á Alþingi. Málflutningur hefst klukkan kortér yfir níu í fyrramálið og mun Lára V. Júlíusdóttir saksóknari hefja leik. Líkt og á fyrsta degi aðalmeðferðar hvert sæti í dómsal 101 setið og fjöldi myndatöku og fjölmiðlamanna sem fylgdust með réttarhöldunum. Tengdar fréttir Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18. janúar 2011 16:24 Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður. 19. janúar 2011 09:20 Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni. 19. janúar 2011 11:50 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Skýrslutökum í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum lauk um klukkan tvö. Verjendur leiddu fyrir dóminn þrjú vitni sem öll áttu það sammerkt með sakborningunum að hafa tekið þátt í hinni meintu árás á Alþingi. Sjúkraliðinn og mótmælandinn Lárus Páll Birgisson bað dóminn um að ákæra sig líka. Ef glæpur hafi verið framinn væri hann líka sekur. "Bíddu er þetta búið," sagði Lárus þegar ekki bárust fleiri spurningar frá ákæruvaldi. "Ég ætti líka að vera ákærður." Dómarinn sagði þetta hvorki stað né stund fyrir yfirlýsingar. "Er ég ekki í réttarsal," svaraði Lárus og fékk sér því næst sæti hjá sakborningum sem vakti upp hlátur hjá áhorfendum í sal. Lárus var þriðja vitnið sem verjendur tefldu fram en öll vitnin þrjú eiga það sammerkt að hafa tekið þátt í aðgerðunum til jafns við sakborningana níu. Búast má við því að ein af megináherslum varnarinnar í munnlegum málflutningi á morgun verði einmitt að sýna fram á að sú ákvörðun að ákæra að kæra aðeins níu af 30 standist ekki nánari skoðun.Einn af sakborningunum í máli níumenningana situr á bekk fyrir utan héraðsdóm Reykjavíkur í lok réttarhaldanna í dag.Þá vakti mikla athygli þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins báru vitni í dag. Þeir voru einnig vitni verjenda. Össur rifjaði upp þegar hann sjálfur braust á palla alþingis á sínum tíma og hélt ræðu. Einar K. Guðfinnsson lýsti þeim tíma þegar mótmælendur brutu rúður á Alþingi og eldar voru kveiktir á Austurvelli. "Það var ekki þægilegt að vera þingmaður á þeim tíma," sagði Einar en tók fram að hann véfengdi ekki umboð skrifstofustjóra Alþingis að vísa máli níumenningana til rannsóknar. "Þessir atburðir voru ógnvekjandi." Fjöldi lögreglumanna bar einnig vitni í dag. Það sem var sameiginlegt í málflutningi þeirra var að enginn virtist vita hver stjórnaði aðgerðum þann 8. desember 2008 þegar þingverðir tilkynntu að Alþingishúsið lægi undir áras. Þá kom fram að í lögregluskýrslum yfir níumenningunum var meint brot skráð sem "húsbrot" en ekki sem árás á Alþingi. Málflutningur hefst klukkan kortér yfir níu í fyrramálið og mun Lára V. Júlíusdóttir saksóknari hefja leik. Líkt og á fyrsta degi aðalmeðferðar hvert sæti í dómsal 101 setið og fjöldi myndatöku og fjölmiðlamanna sem fylgdust með réttarhöldunum.
Tengdar fréttir Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18. janúar 2011 16:24 Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður. 19. janúar 2011 09:20 Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni. 19. janúar 2011 11:50 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18. janúar 2011 16:24
Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður. 19. janúar 2011 09:20
Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni. 19. janúar 2011 11:50