Lífið

Söluhæstu stjörnurnar

Kim Kardashian hlýtur að vera eftirsótt forsíðuefni eftir að hafa hækkað sölutölur Glamour um helming.
Kim Kardashian hlýtur að vera eftirsótt forsíðuefni eftir að hafa hækkað sölutölur Glamour um helming.
Tískutímaritin geta þakkað stjörnum á borð við Lady Gaga, Rihönnu og Kim Kardashian fyrir hærri sölutölur á þessu ári. Vefsíðan WWD hefur nú tekið saman þau andlit sem selja flest tímarit og sýnir rannsóknin fram á að ritstjórar ættu að setja einhverja af þessum þremur konum á forsíðuna til að ná sem hæstum sölutölum.

Sem dæmi má skoða marshefti bandaríska Vogue, sem er eina tímaritið sem hækkaði sölutölur sínar á árinu. Tímaritið seldi 100 þúsund eintökum betur í ár en í fyrra en Lady Gaga var á forsíðunni í ár á meðan gamanleikkonan Tina Fey þótti ekki nógu spennandi árið 2010. Aprílhefti þessa árs með poppstjörnunni Rihönnu á forsíðunni var líka vel heppnað og seldist vel.

Tímaritið Glamour, sem hefur þurft að berjast fyrir lífi sínu á þessu ári vegna lækkandi sölu, getur aldeilis þakkað Kim Kardashian. Hún var í forsíðuviðtali í ágústhefti blaðsins sem hefur hækkað sölutölurnar um helming.

Myndast vel Rihanna náði að heilla nokkra lesendur Vogue í apríl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.