Lisbeth að vakna til lífsins 19. ágúst 2011 13:00 Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna. The Girl with the Dragon Tattoo, eins og myndin heitir upp á ensku, verður ein af jólamyndum þessa árs. Hún verður frumsýnd 21. desember vestanhafs og það er kannski kaldhæðni örlaganna á tvenna vegu að henni er stillt upp gegn framhaldsmyndinni af Sherlock Holmes. Annars vegar er Sherlock náttúrlega einn helsti fulltrúi gömlu rannsóknarlögreglubókanna og Arthur Conan Doyle frumkvöðull á því sviði. Og hins vegar fer Noomi Rapace með stórt hlutverk í myndinni en henni tókst að gera Lisbeth Salander nánast ódauðlega í sænsku myndunum. Í stuttu máli segir myndin frá sænska blaðamanninum Mikael Blomkvist á tímaritinu Millennium sem finnst hann hafa pottþétta frétt um spilltan auðjöfur, Wennerström að nafni. Málið reynist hins vegar vera byggt á sandi og Blomkvist er dæmdur í fangelsi fyrir meiðyrði. Hann fær í kjölfarið óvænt tilboð frá öðrum milljarðamæringi, Henrik Vanger, um að rannsaka dularfullt hvarf ungrar frænku hans fyrir mörgum árum. Vefsíðan dragontattoo.com gefur ágætis mynd af því hvernig leikstjórinn David Fincher hyggst koma heimi Stiegs Larsson til skila. Hann kynnir meðal annars til leiks táningsdóttur blaðamannsins Blomkvist en hún var víðsfjarri í sænsku myndunum. Í bókunum vissu lesendur um tilvist hennar en Blomkvist hafði lítil samskipti við hana. Á vefsíðunni er hægt að lesa ævisögu höfuðpersóna myndarinnar en myndirnar af þeim tók íslenski ljósmyndarinn Baldur Bragason. Fréttablaðið reyndi að fá leyfi til að birta þær myndir en fékk ekki; þær eru einungis hugsaðar fyrir vefsíðuna sem gera má ráð fyrir að verði vel sótt næstu vikur. Aðdáendur Larssons geta kíkt inn á síðuna og myndað sér skoðun á hlutverkavalinu en vitað er að margir hyggjast nálgast Hollywood-útgáfuna af mikilli varúð. Þó er hægt að lofa Fincher fyrir valið á hinum aldna höfðingja Christopher Plummer í hlutverk Henriks Vanger og þá virðist Robin Wright falla eins og flís við rass í hlutverk Eriku Berger. Mesta pressan verður hins vegar á James Bond-leikaranum Daniel Craig og hinni óreyndu Rooney Mara en þau leika tvíeykið Blomkvist og Salander. Það er Sena sem dreifir myndinni hér á Íslandi. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu segir að þeir rói að því öllum árum að fá leyfi til að sýna myndina um svipað leyti og hún verði frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún verði annars frumsýnd um jólin eða áramótin. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna. The Girl with the Dragon Tattoo, eins og myndin heitir upp á ensku, verður ein af jólamyndum þessa árs. Hún verður frumsýnd 21. desember vestanhafs og það er kannski kaldhæðni örlaganna á tvenna vegu að henni er stillt upp gegn framhaldsmyndinni af Sherlock Holmes. Annars vegar er Sherlock náttúrlega einn helsti fulltrúi gömlu rannsóknarlögreglubókanna og Arthur Conan Doyle frumkvöðull á því sviði. Og hins vegar fer Noomi Rapace með stórt hlutverk í myndinni en henni tókst að gera Lisbeth Salander nánast ódauðlega í sænsku myndunum. Í stuttu máli segir myndin frá sænska blaðamanninum Mikael Blomkvist á tímaritinu Millennium sem finnst hann hafa pottþétta frétt um spilltan auðjöfur, Wennerström að nafni. Málið reynist hins vegar vera byggt á sandi og Blomkvist er dæmdur í fangelsi fyrir meiðyrði. Hann fær í kjölfarið óvænt tilboð frá öðrum milljarðamæringi, Henrik Vanger, um að rannsaka dularfullt hvarf ungrar frænku hans fyrir mörgum árum. Vefsíðan dragontattoo.com gefur ágætis mynd af því hvernig leikstjórinn David Fincher hyggst koma heimi Stiegs Larsson til skila. Hann kynnir meðal annars til leiks táningsdóttur blaðamannsins Blomkvist en hún var víðsfjarri í sænsku myndunum. Í bókunum vissu lesendur um tilvist hennar en Blomkvist hafði lítil samskipti við hana. Á vefsíðunni er hægt að lesa ævisögu höfuðpersóna myndarinnar en myndirnar af þeim tók íslenski ljósmyndarinn Baldur Bragason. Fréttablaðið reyndi að fá leyfi til að birta þær myndir en fékk ekki; þær eru einungis hugsaðar fyrir vefsíðuna sem gera má ráð fyrir að verði vel sótt næstu vikur. Aðdáendur Larssons geta kíkt inn á síðuna og myndað sér skoðun á hlutverkavalinu en vitað er að margir hyggjast nálgast Hollywood-útgáfuna af mikilli varúð. Þó er hægt að lofa Fincher fyrir valið á hinum aldna höfðingja Christopher Plummer í hlutverk Henriks Vanger og þá virðist Robin Wright falla eins og flís við rass í hlutverk Eriku Berger. Mesta pressan verður hins vegar á James Bond-leikaranum Daniel Craig og hinni óreyndu Rooney Mara en þau leika tvíeykið Blomkvist og Salander. Það er Sena sem dreifir myndinni hér á Íslandi. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu segir að þeir rói að því öllum árum að fá leyfi til að sýna myndina um svipað leyti og hún verði frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún verði annars frumsýnd um jólin eða áramótin. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira