Lisbeth að vakna til lífsins 19. ágúst 2011 13:00 Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna. The Girl with the Dragon Tattoo, eins og myndin heitir upp á ensku, verður ein af jólamyndum þessa árs. Hún verður frumsýnd 21. desember vestanhafs og það er kannski kaldhæðni örlaganna á tvenna vegu að henni er stillt upp gegn framhaldsmyndinni af Sherlock Holmes. Annars vegar er Sherlock náttúrlega einn helsti fulltrúi gömlu rannsóknarlögreglubókanna og Arthur Conan Doyle frumkvöðull á því sviði. Og hins vegar fer Noomi Rapace með stórt hlutverk í myndinni en henni tókst að gera Lisbeth Salander nánast ódauðlega í sænsku myndunum. Í stuttu máli segir myndin frá sænska blaðamanninum Mikael Blomkvist á tímaritinu Millennium sem finnst hann hafa pottþétta frétt um spilltan auðjöfur, Wennerström að nafni. Málið reynist hins vegar vera byggt á sandi og Blomkvist er dæmdur í fangelsi fyrir meiðyrði. Hann fær í kjölfarið óvænt tilboð frá öðrum milljarðamæringi, Henrik Vanger, um að rannsaka dularfullt hvarf ungrar frænku hans fyrir mörgum árum. Vefsíðan dragontattoo.com gefur ágætis mynd af því hvernig leikstjórinn David Fincher hyggst koma heimi Stiegs Larsson til skila. Hann kynnir meðal annars til leiks táningsdóttur blaðamannsins Blomkvist en hún var víðsfjarri í sænsku myndunum. Í bókunum vissu lesendur um tilvist hennar en Blomkvist hafði lítil samskipti við hana. Á vefsíðunni er hægt að lesa ævisögu höfuðpersóna myndarinnar en myndirnar af þeim tók íslenski ljósmyndarinn Baldur Bragason. Fréttablaðið reyndi að fá leyfi til að birta þær myndir en fékk ekki; þær eru einungis hugsaðar fyrir vefsíðuna sem gera má ráð fyrir að verði vel sótt næstu vikur. Aðdáendur Larssons geta kíkt inn á síðuna og myndað sér skoðun á hlutverkavalinu en vitað er að margir hyggjast nálgast Hollywood-útgáfuna af mikilli varúð. Þó er hægt að lofa Fincher fyrir valið á hinum aldna höfðingja Christopher Plummer í hlutverk Henriks Vanger og þá virðist Robin Wright falla eins og flís við rass í hlutverk Eriku Berger. Mesta pressan verður hins vegar á James Bond-leikaranum Daniel Craig og hinni óreyndu Rooney Mara en þau leika tvíeykið Blomkvist og Salander. Það er Sena sem dreifir myndinni hér á Íslandi. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu segir að þeir rói að því öllum árum að fá leyfi til að sýna myndina um svipað leyti og hún verði frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún verði annars frumsýnd um jólin eða áramótin. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Fleiri fréttir Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Sjá meira
Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna. The Girl with the Dragon Tattoo, eins og myndin heitir upp á ensku, verður ein af jólamyndum þessa árs. Hún verður frumsýnd 21. desember vestanhafs og það er kannski kaldhæðni örlaganna á tvenna vegu að henni er stillt upp gegn framhaldsmyndinni af Sherlock Holmes. Annars vegar er Sherlock náttúrlega einn helsti fulltrúi gömlu rannsóknarlögreglubókanna og Arthur Conan Doyle frumkvöðull á því sviði. Og hins vegar fer Noomi Rapace með stórt hlutverk í myndinni en henni tókst að gera Lisbeth Salander nánast ódauðlega í sænsku myndunum. Í stuttu máli segir myndin frá sænska blaðamanninum Mikael Blomkvist á tímaritinu Millennium sem finnst hann hafa pottþétta frétt um spilltan auðjöfur, Wennerström að nafni. Málið reynist hins vegar vera byggt á sandi og Blomkvist er dæmdur í fangelsi fyrir meiðyrði. Hann fær í kjölfarið óvænt tilboð frá öðrum milljarðamæringi, Henrik Vanger, um að rannsaka dularfullt hvarf ungrar frænku hans fyrir mörgum árum. Vefsíðan dragontattoo.com gefur ágætis mynd af því hvernig leikstjórinn David Fincher hyggst koma heimi Stiegs Larsson til skila. Hann kynnir meðal annars til leiks táningsdóttur blaðamannsins Blomkvist en hún var víðsfjarri í sænsku myndunum. Í bókunum vissu lesendur um tilvist hennar en Blomkvist hafði lítil samskipti við hana. Á vefsíðunni er hægt að lesa ævisögu höfuðpersóna myndarinnar en myndirnar af þeim tók íslenski ljósmyndarinn Baldur Bragason. Fréttablaðið reyndi að fá leyfi til að birta þær myndir en fékk ekki; þær eru einungis hugsaðar fyrir vefsíðuna sem gera má ráð fyrir að verði vel sótt næstu vikur. Aðdáendur Larssons geta kíkt inn á síðuna og myndað sér skoðun á hlutverkavalinu en vitað er að margir hyggjast nálgast Hollywood-útgáfuna af mikilli varúð. Þó er hægt að lofa Fincher fyrir valið á hinum aldna höfðingja Christopher Plummer í hlutverk Henriks Vanger og þá virðist Robin Wright falla eins og flís við rass í hlutverk Eriku Berger. Mesta pressan verður hins vegar á James Bond-leikaranum Daniel Craig og hinni óreyndu Rooney Mara en þau leika tvíeykið Blomkvist og Salander. Það er Sena sem dreifir myndinni hér á Íslandi. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu segir að þeir rói að því öllum árum að fá leyfi til að sýna myndina um svipað leyti og hún verði frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún verði annars frumsýnd um jólin eða áramótin. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Fleiri fréttir Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Sjá meira