Lisbeth að vakna til lífsins 19. ágúst 2011 13:00 Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna. The Girl with the Dragon Tattoo, eins og myndin heitir upp á ensku, verður ein af jólamyndum þessa árs. Hún verður frumsýnd 21. desember vestanhafs og það er kannski kaldhæðni örlaganna á tvenna vegu að henni er stillt upp gegn framhaldsmyndinni af Sherlock Holmes. Annars vegar er Sherlock náttúrlega einn helsti fulltrúi gömlu rannsóknarlögreglubókanna og Arthur Conan Doyle frumkvöðull á því sviði. Og hins vegar fer Noomi Rapace með stórt hlutverk í myndinni en henni tókst að gera Lisbeth Salander nánast ódauðlega í sænsku myndunum. Í stuttu máli segir myndin frá sænska blaðamanninum Mikael Blomkvist á tímaritinu Millennium sem finnst hann hafa pottþétta frétt um spilltan auðjöfur, Wennerström að nafni. Málið reynist hins vegar vera byggt á sandi og Blomkvist er dæmdur í fangelsi fyrir meiðyrði. Hann fær í kjölfarið óvænt tilboð frá öðrum milljarðamæringi, Henrik Vanger, um að rannsaka dularfullt hvarf ungrar frænku hans fyrir mörgum árum. Vefsíðan dragontattoo.com gefur ágætis mynd af því hvernig leikstjórinn David Fincher hyggst koma heimi Stiegs Larsson til skila. Hann kynnir meðal annars til leiks táningsdóttur blaðamannsins Blomkvist en hún var víðsfjarri í sænsku myndunum. Í bókunum vissu lesendur um tilvist hennar en Blomkvist hafði lítil samskipti við hana. Á vefsíðunni er hægt að lesa ævisögu höfuðpersóna myndarinnar en myndirnar af þeim tók íslenski ljósmyndarinn Baldur Bragason. Fréttablaðið reyndi að fá leyfi til að birta þær myndir en fékk ekki; þær eru einungis hugsaðar fyrir vefsíðuna sem gera má ráð fyrir að verði vel sótt næstu vikur. Aðdáendur Larssons geta kíkt inn á síðuna og myndað sér skoðun á hlutverkavalinu en vitað er að margir hyggjast nálgast Hollywood-útgáfuna af mikilli varúð. Þó er hægt að lofa Fincher fyrir valið á hinum aldna höfðingja Christopher Plummer í hlutverk Henriks Vanger og þá virðist Robin Wright falla eins og flís við rass í hlutverk Eriku Berger. Mesta pressan verður hins vegar á James Bond-leikaranum Daniel Craig og hinni óreyndu Rooney Mara en þau leika tvíeykið Blomkvist og Salander. Það er Sena sem dreifir myndinni hér á Íslandi. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu segir að þeir rói að því öllum árum að fá leyfi til að sýna myndina um svipað leyti og hún verði frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún verði annars frumsýnd um jólin eða áramótin. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna. The Girl with the Dragon Tattoo, eins og myndin heitir upp á ensku, verður ein af jólamyndum þessa árs. Hún verður frumsýnd 21. desember vestanhafs og það er kannski kaldhæðni örlaganna á tvenna vegu að henni er stillt upp gegn framhaldsmyndinni af Sherlock Holmes. Annars vegar er Sherlock náttúrlega einn helsti fulltrúi gömlu rannsóknarlögreglubókanna og Arthur Conan Doyle frumkvöðull á því sviði. Og hins vegar fer Noomi Rapace með stórt hlutverk í myndinni en henni tókst að gera Lisbeth Salander nánast ódauðlega í sænsku myndunum. Í stuttu máli segir myndin frá sænska blaðamanninum Mikael Blomkvist á tímaritinu Millennium sem finnst hann hafa pottþétta frétt um spilltan auðjöfur, Wennerström að nafni. Málið reynist hins vegar vera byggt á sandi og Blomkvist er dæmdur í fangelsi fyrir meiðyrði. Hann fær í kjölfarið óvænt tilboð frá öðrum milljarðamæringi, Henrik Vanger, um að rannsaka dularfullt hvarf ungrar frænku hans fyrir mörgum árum. Vefsíðan dragontattoo.com gefur ágætis mynd af því hvernig leikstjórinn David Fincher hyggst koma heimi Stiegs Larsson til skila. Hann kynnir meðal annars til leiks táningsdóttur blaðamannsins Blomkvist en hún var víðsfjarri í sænsku myndunum. Í bókunum vissu lesendur um tilvist hennar en Blomkvist hafði lítil samskipti við hana. Á vefsíðunni er hægt að lesa ævisögu höfuðpersóna myndarinnar en myndirnar af þeim tók íslenski ljósmyndarinn Baldur Bragason. Fréttablaðið reyndi að fá leyfi til að birta þær myndir en fékk ekki; þær eru einungis hugsaðar fyrir vefsíðuna sem gera má ráð fyrir að verði vel sótt næstu vikur. Aðdáendur Larssons geta kíkt inn á síðuna og myndað sér skoðun á hlutverkavalinu en vitað er að margir hyggjast nálgast Hollywood-útgáfuna af mikilli varúð. Þó er hægt að lofa Fincher fyrir valið á hinum aldna höfðingja Christopher Plummer í hlutverk Henriks Vanger og þá virðist Robin Wright falla eins og flís við rass í hlutverk Eriku Berger. Mesta pressan verður hins vegar á James Bond-leikaranum Daniel Craig og hinni óreyndu Rooney Mara en þau leika tvíeykið Blomkvist og Salander. Það er Sena sem dreifir myndinni hér á Íslandi. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu segir að þeir rói að því öllum árum að fá leyfi til að sýna myndina um svipað leyti og hún verði frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún verði annars frumsýnd um jólin eða áramótin. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira