Innlent

Lokað í Bláfjöllum - opið á Norðurlandi

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður lokað í dag vegna veðurs. Mikið fjúk er á svæðinu eins og stendur og gert ráð fyrir slæmu veðri fram eftir degi. Einnig verður lokað á svæðinu á morgun, en starfsmenn svæðisins stefna að því að opna á Nýársdag.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður aftur á móti opið í dag frá tíu til sjö. Þar er logn og aðstæður eins og best verður á kosið. Þá verður einnig opið í Böggvisstaðarfjalli við Dalvík í dag sem og í Tindastóli við Sauðárkrók, en þar er mikill og góður snjór og „lífið bara dásamlegt" að sögn starfsmanna. Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá tvö til átta og veðrið býsna gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×