Innlent

Algert bann við lúðuveiðum frá áramótum

Lúða mun nánast hverfa af borðum Íslendinga eftir áramót, samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra, þar sem sjómönnum er gert skylt að sleppa allri lifandi lúðu, sem kemur sem meðafli í veiðarfæri þeirra.

Áður hafði ráðherra ákveðið að banna allar beinar lúðuveiðar frá og með áramótum. Að sögn ráðherra er þetta gert samkvæmt ábendingu Hafrannsóknastofnunar um að lúðustofninn fari minnkandi hér við land.

Sjómenn segja að þettta jafngildi algjöru lúðuveiðibanni, því megnið af þeirri lúðu, sem berist um borð sem meðafli, sé lifandi og verði því hent fyrir borð aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×