Innlent

Útkall vegna jólabaksturs við Kleppsveg

Eldvarnakerfi fór í gang í stigagangi í fjölbýlishúsi við Kleppsveg um tvö leitið í nótt, sem dró brátt að lögreglu- og slökkviliðsmenn.

Þeir fundu strax kunnuglega lykt í ganginum, en þó ekki venjulega brunalykt, enda kom á daginn að lyktin stafaði frá jólabakstri, sem hafði ofhitnað í einni íbúðinni við ganginn.

Íbúðin var reykræst, en lögreglumaður, sem fór á vettvang sagðist hafa lyktað af jólabakkelsi framundir morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×