Innlent

Örþreyttir björgunarsveitamenn á aðfangadag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svona voru jólin hjá Kristjáni, segir í texta á fésbókarsíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Svona voru jólin hjá Kristjáni, segir í texta á fésbókarsíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Þeir voru margir þreyttir björgunarsveitarmennirnir á aðfangadag eftir að hafa unnið þrekvirki við að aðstoða fólk sem var í hremmingum vegna óveðursins sem geysaði á aðfangadag á stórum hluta landsins.

Hinn 23ja ára gamli Kristján Hannesson er í björgunarsveit í Hveragerði og lét sitt ekki eftir liggja. Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á fésbókarsíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar var hann að störfum frá klukkan fimm á aðfaranótt aðfangadags og fram eftir degi. Hann mætti svo í matarboð til foreldra sinna.

„Jú jú, eins og margir aðrir bara," segir Kristján þegar Vísir spyr hann hvort hann hafi verið lengi við störf á aðfangadag. Hann segist ekki vita hversu lengi hann hafi verið að. „Ég pæli ekkert í þessu," segir hann.

Hann segist bara hafa verið að vinna hefðbundin störf björgunarsveitamanna. „Ég bjargaði þarna fjölskyldu sem var á leiðinni þarna í eitthvað fjölskylduboð uppi á Hellisheiði," segir Kristján. Eins og sést á myndinni, sem mun vera tekin rétt áður en jólahátíðin gekk í garð, var Kristján mjög þreyttur eftir erfiði dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×