Innlent

Ölvaður klessti bílinn

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og segir varðstjóri að um 80 verkefni séu skráð niður frá miðnætti og til átta í morgun.

Tveir ökumenn voru handteknir vegna gruns um að keyra undir áhrifum áfengis í miðborg Reykjavíkur, annar þeirra var tekinn í gærkvöldi en sá síðari nú í morgunsárið. Sá hafði ekið á umferðarmannvirki í miðbænum og skemmdi bílinn sinn mikið, engin slys urðu þó á fólki.

Hann gistir nú fangageymslu og verður yfirheyrður þegar hann er búinn að sofa úr sér áfengisvímuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×