Innlent

Bíllinn fundinn - en ekki tveir vélsleðar

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Bíll mannanna fjögurra sem björgunarsveitir á Austurlandi leita nú að á Fljótsdalsheiði fannst rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Bíllinn fannst á vegi rétt ofan við Keldárstíflu en tveir vélsleðar sem mennirnir voru með á kerru voru ekki við bílinn.

Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Seyðisfirði, segir að leitin sé mjög umfangsmikil og í kringum 70 til 80 björgunarsveitarmenn kembi nú svæðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar hjálpar einnig til við leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×