Innlent

Teitur svarar: Annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig galinn

Teitur Atlason.
Teitur Atlason.
Teitur Atlason kennari í Svíþjóð og bloggari hefur nú svarað Gunnlaugi M. Sigmundssyni en þeir tveir hafa staðið í deilum um nokkra hríð í kjölfar þess að Teitur bloggaði um Gunnlaug og fyrirtækið Kögun. Svo langt gekk málið að Gunnlaugur, sem er fyrrverandi alþingismaður, sendi Teiti nafnlaus SMS skilaboð sem voru það svæsin að Teitur hefur kært málið til lögreglu. Gunnlaugur ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann viðurkenndi að hafa sent skilaboðin.

Teitur segir Gunnlaug þó draga nokkuð úr, til að mynda hafi hann sent skilaboðin á þriggja daga tímabili ávallt á sama tíma dags. „Þess má geta að skilaboðin sem mér bárust voru 12 talsins en ekki 4 eins og hann fer rangt með í yfirlýsingunni í gær," segir Teitur einnig. „Skýring hans er sú að hann hafi setið undir „holskeflu ærumeiðandi ummæla" vegna Kögunarmálsins. Umræðan hafi „lagst þungt á hann". Hér kveður við annan Gunnlaug en þann sem sagði fólki að fara til helvítis í láréttri stöðu og þann sem rak undirmann sinn fyrir einhvern brandara. Og þetta er annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig opinberlega galin mann."

„Þetta mál er sorgarsaga. Þessi nýjasti kafli er mannlegur harmleikur. Ég hef ítrekað boðið Gunnlaugi að falla frá málsókninni á hendur mér. Ég hef líka lagt til að við báðir legðum fram ein mánaðarlaun til góðgerðarmála í stað alls þess lögfræðikostnaðar sem er óhjákvæmilegur. Þessu hefur Gunnlaugur hafnað," segir Teitur einnig í greininni sem má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×