Innlent

Clarkson hneykslar - verkfallsmenn ætti að taka af lífi

Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á ummælum sem Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi bílaþáttarins Top Gear lét falla í beinni útsendingu í spjallþættinum The One Show á BBC. Þar var Clarkson spurður út í verkfall opinberra starfsmanna í Bretlandi sem boðað var til í gær og sagði hann réttast að taka starfsmennina af lífi fyrir framan fjölskyldur þeirra.

Ummælin fengu marga til að súpa hveljur og hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga fordæmt þau og hótað Clarkson málsóknum. Skömmu eftir að ummælin féllu báðust þáttastjórnendurnir afsökunar. Tæplega fimm þúsund manns hafa kvartað formlega við BBC og forsætisráðherra Breta, David Cameron, hefur dregist inn í það. Hann sagði ummælin bjánaleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×