Innlent

Vörukarfan hækkar alls staðar nema í Hagkaup og Nóatúni

Vörukarfa Alþýðusambands Íslands hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum um 1,6% til 5,6% frá því í júní, nema í Hagkaupum og Nóatúni. Vörukörfurnar í þessum verslunum lækkuðu um -1,2% og -2,4%. Mæling ASÍ var framkvæmd í síðasta mánuði og samkvæmt könnunnni var mesta hækkunin hjá Nettó 5,6%, 10-11, 5,2% og Samkaupum Úrval 4,6%. Í tilkynningu frá ASÍ segir að frá seinustu mælingu megi sjá töluverðar hækkanir í öllum vöruflokkum í verslunum landsins, en einstakar lækkanir eru þó sjáanlegar í öllum verslunum nema hjá 10-11.

Hægt er að sjá niðurstöður könnunar ASÍ hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×