Innlent

Óttast að sjúkrahúsið í Eyjum verði lagt niður

Vestmannaeyingar óttast að sjúkrahúsið í Eyjum verði lagt niður í núverandi mynd og að þar verði aðeins öldrunarþjónusta í framtíðinni.

Í Eyjafréttum er greint frá vilja heilbrigðisyfirvalda til að sameina reksturinn Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en sjúkrahús er á Selfossi.

Í greinargerð velferðarráðuneytisins um sjúkrahúsið í eyjum segir meðal annars að þar séu aðeins 15 sjúkrarými og sjö hjúkrunarrými. Kostnaður við rekstur skurðstofu sé mikill og erfitt hafi reynst að manna stöður við sjúkrahúsið með viðunandi hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×