Innlent

Árni Páll kannast ekki við að hann sé á leið út úr ríkisstjórn

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segist ekki kannast við þær sögusagnir að hann sé leið út úr ríkisstjórn. Ekki er útilokað að ráðherralið ríkisstjórnarinnar taki breytingum fyrir áramót.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, boðaði breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á Alþingi á miðvikudag. Ríkisstjórnin hefur haft það á stefnuskrá að fækka og sameina ráðuneyti og er þeirri vinnu enn ólokið. Steingrímur J. Sigfússon, vildi þó lítið tjá sig um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

„Það hefur alltaf legið fyrir að það gæti komið til breytinga áfram á þessari ríkisstjórn og við förum þá yfir allt sviðið í þeim efnum. það er að segja verkaskiptinguna, skipulag stjórnarráðsins og eftir atvikum ef það leiðir til mannabreytinga ef að þær verða að öðrum ástæðum. þá gerist það þegar það gerist um og það þýðir lítið að þvæla fyrirfram," segir Steingrímur.

Eins og fréttastofa stöðva tvö hefur áður greint frá þykir líklegt að tíðinda dragi eftir afgreiðslu fjárlaga en frumvarpið fer í þriðju og síðustu umræðu í byrjun næstu viku. Fréttavefurinn Eyjan fullyrðir í dag að til standi að fækka ráðherrum um tvo um leið og tilkynnt verður um brottför Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn. Nafn Árna Páls Árnason er nefnt í þessu samhengi

„Það er talað um breytingar á ráðherraliði og þitt nafn hefur verið nefnt ert þú á útleið? ég veit ekkert annað en það sem menn tala um í fjölmiðlum. þannig að þú kannast ekki við það að þú sért að fara úr ríkisstjórn? ég veit ekkert um það, það er ekki í mínum höndum," segir Árni Páll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×