Innlent

Verðmæt nútímalistaverk eyðilögðust hjá Eimskip

Verðmæt íslensk nútímalistaverk eyðilögðust þegar ólag reið yfir flutningaskip Eimskipa milli Íslands og Bandaríkjanna í vor samkvæmt kvöldfréttum RÚV. Íslenska ríkið þurfti að greiða 75 milljónir króna í bætur fyrir verkin sem listfræðingar segja ómetanleg.

Tjónið varð þegar búslóð Skafta Jónssonar, sendiráðunautar og eiginkonu hans Kristínar Þorsteinsdóttur var flutt frá Reykjavík til Richmond í Vigriníufylki í Bandaríkjunum í apríl á þessu ári. Búslóðin var flutt í gámi og skemmdist öll þegar sjór flæddi inn í gáminn í aftakaveðri við suðurodda Grænlands.

Gámurinn var neðst í lest skipsins og hálffylltist af vatni. Eftir að honum var landað vestanhafs stóð hann lokaður á hafnarbakkanum í Richmond í 40 stiga hita og sól í nokkra sólahringa áður en hann var tollafgreiddur og opnaður. Þá fyrst kom tjónið í ljós.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×