Innlent

Eldur við Háskólabíó og mörgum varð hált á svellinu

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í Háskólabíói í gærkvöld. Um minniháttar eld var að ræða en reyk lagði inn í háskólabíó frá tveimur útiörnum í Miðgarði sem setti brunavarnakerfi bíósins í gang, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Ráðagóðum starfsmönnum og vegfarendum tókst að slökkva eldinn fljótt og örugglega með snjó.

Nóg var svo að gera hjá sjúkraflutningamönnum í nótt en nokkuð mörgum skrikaði fótur í hálkunni eftir að hafa fengið sér í aðra tánna. Slökkviliðið brýnir fyrir fólki að fara varlega í hálkunni eftir jólahlaðborðin. Þó oftast sé um beinbrot eða minniháttar meiðsl að ræða geti fólk hæglega dottið á hausinn og hlotið alvarlega áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×