Innlent

Stefnt á afgreiðslu fjárlaga úr nefnd í dag

Mynd/Egill
Fjárlaganefnd Alþingis stefnir að því að afgreiða fjárlög fyrir árið 2012 úr nefndinni nú síðdegis. Stjórnarflokkarnir stefna jafnframt að atkvæðagreiðslu um fjárlögin á miðvikudag.

Þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar sitja nú fundi um hvernig standa eigi að afgreiðslu fjárlaganna. Fjárlaganefnd fundar svo klukkan eitt í dag en aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins, Fjárlögin árið 2012. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir meirihluti nefndarinnar að því að afgreiða fjárlögin úr nefnd í dag svo hægt verði að leggja það fyrir þingið og ræða það á þriðjudag. Þá er jafnframt stefnt að því að atkvæðagreiðslan um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2012 fari fram á miðvikudag.

Eitt af stærstu þrætueplum nefndarinnar í fjárlögunum eru 190 milljóna krónar fjárveiting til hönnunar á fangelsi á Hólmsheiði. Sumir minnihlutanefndarmenn telja þá fjárveitingu fela í sér ákvörðunartöku um byggingu nýs fangelsis. Það sé óábyrgt að ákvörðun um svo stóra framkvæmd sé tekin í þingnefnd, en ekki af þinginu sjálfu eða framkvæmdavaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×