Innlent

Fjórir á slysadeild eftir árekstur í Grafarvogi - útkall á elliheimili

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Strandveginum í Grafarvogi skömmu eftir miðnætti. Þeir reyndust þó ekki alvarlega slasaðir. Töluvert var um sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eða á fjórða tug.

Slökkviðiliði var kallað út að elliheimili í Hafnarfirði undir morgun vegna tilkynningar um eld. Ekki reyndist um raunverulegan eld að ræða heldur bilun í brunakerfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×