Innlent

„Gaman að vinna lottóið í þetta skiptið“

Hafsteinn Gunnar fyrir miðju, með aðalleikurim myndarinnar.
Hafsteinn Gunnar fyrir miðju, með aðalleikurim myndarinnar.
Kvikmyndin Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson vann til fyrstu verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Tórínó í gær. Hafsteinn segir verðlaunin hafa komið sér skemmtilega á óvart og líkir þeim við að vinna í lottó.

Þetta eru önnur verðlaunin sem myndin fær á alþjóðlegum vettvangi, en í síðasta mánuði fékk hún Eystrasaltsverðlaunin á norrænu kvikmyndahátíðinni í Lubeck í Þýskalandi.

Á annan veg er fyrsta mynd Hafsteins í fullri lengd. Við heyrðum í Hafsteini í morgun sem er enn á Ítalíu, og er að vonum mjög ánægður.

„Það bara kom mér mjög skemmtilega á óvart. Þetta er alltaf hálfgert lotterí. Það eru alltaf sterkar myndir sem maður er að keppa við,“ segir Hafsteinn Gunnar.

„En það var gaman að vinna lottóið í þetta skiptið,“ bætir hann við.

Verðlaunaféð er heldur ekki af verri endanum, eða tuttugu þúsund evrur sem eru ríflega þrjár milljónir íslenskra króna.

Myndinni er lýst sem meinfyndinni og mannlegri kómedíu sem gerist upp úr nítjánhundruð og áttatíu. Hún fjallar um tvo unga menn sem starfa við vegavinnu á afskekktum fjallavegum, og hafa engan nema hvorn annan, sem er heldur óheppilegt því þeim kemur ekki sérlega vel saman.

„Þetta er bara mjög flott viðurkenning og hvatning og vonandi opnar möguleika fyrir dreifingu á Ítalíu. Þau gætu þýtt eitthvað meira hugsanlega en bara þessi verðlaun,“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×