Innlent

Meiri spilling á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum

Ísland lendir í þrettánda sæti á spillingarlista Transparancy International en samtökin gefa árlega út listann þar sem löndum er raðað eftir því hve mikil spilling þrífst þar. Í ár mælist minnsta spillingin á Nýja Sjálandi og þar á eftir koma Norðurlöndin Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Í fimmta sæti er Singapúr og Norðmenn ná sjötta sætinu. Íslendingar eru því samkvæmt þessum mælikvarða töluvert spilltari en frændur okkar á Norðurlöndunum. Í sætunum fyrir neðan koma lönd á borð við Þýskaland, Japan og Austurríki.

Neðst á listanum í sæti númer 182 kemur Sómalía og raunar deila Norður Kóreumenn því sæti með Sómölum. Þar fyrir ofan koma Myanmar, Afganistan og Uzbekistan.

Hér má kynna sér niðurstöður Transparancy International betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×