Innlent

21 stigs frost á Þingvöllum

Þingvellir.
Þingvellir.
Þingvellir voru kaldasta byggða ból landsins í morgun og hefur frostið þar farið niður í -20,9 stig. Næstmesta frostið hefur mælst í innsveitum norðaustanlands í morgun, við Mývatn -18,6 stig og í Fnjóskadal -18,6 stig. Í Reykjavík var nærri níu stiga frost klukkan níu og á Akureyri 12 stiga frost.

Mildast á landinu er allra syðst, þannig var tveggja stiga frost í Vestmannaeyjabæ og þriggja stiga frost undir Eyjafjöllum.

Ekki sér fyrir endann á kuldakastinu og eru mínustölur í veðurkortunum svo langt sem spár ná. Þannig nær langtímaspá norska veðurvefjarins yr.no fram til 14. desember og spáin fyrir Reykjavík sýnir bara frost. Það verður því áfram kalt á landinu að minnsta kosti fram í miðjan desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×