Innlent

Yfirvegaður og neitaði sök

Laurent Gbagbo
Laurent Gbagbo
Laurent Gbagbo, fyrrum forseti Fílabeinsstrandarinnar, mætti í dag fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag en hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu, meðal annars morð og nauðgun. Samkvæmt ákærunni á hann að hafa framið voðaverkin á síðasta ári eftir að hann neitaði að viðurkenna ósigur í forsetakosningum. Um þrjú þúsund manns létust í átökum sem brutust út eftir kosningarnar. Gbagbo neitar sök, en hann var yfirvegaður þegar hann mætti fyrir dómara, þar sem hann tjáði honum að hann þyrfti ekki að lesa yfir ákærurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×