Innlent

Jólastemning á Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um hvað er verið að ræða?
Um hvað er verið að ræða? mynd/ gva.
Það er jólastemning á Alþingi þessa dagana enda einungis örfáir dagar þar til þingmenn fara í frí og safna kröftum fyrir átökin sem fram undan eru á næsta ári.

Þótt skeytasendingar hafi gengið á milli þeirra Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að undanförnu var ekki annað að sjá en að vel hafi farið á með þeim þegar Gunnar V. Andrésson ljósmyndari rakst á þau í þinghúsinu í síðustu viku.

Það skal ósagt látið hvort ráðherrarnir hafi verið að ræða ágæti erlendra fjárfestinga í jarðeignum á Íslandi eða barneignir. Hitt er þó ljóst að þau eiga bæði miklu barnaláni að fagna því Katrín á einn son og gengur með tvíbura en Ögmundur á einn son og tvær dætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×