Innlent

Hafnfirsk ungmenni dæmd fyrir innbrot

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.
Tveir Hafnfirðingar á tvítugsaldrinum voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að brjótast inn í sex bifreiðar í janúar á síðasta ári. Báðir piltarnir hafa oft komið við sögu lögreglu, meðal annars vegna fíkniefnabrota, misneytingu og húsbrota. Piltarnir stálu ýmsum munum úr bílunum auk geislaspilara.

Annar piltanna var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára á meðan hinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×