Innlent

Líkamsárás á hóteli í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin átti sér stað í anddyri Hótel Þórshamars að morgni laugardags. Þar höfðu tveir ölvaðir menn ætlað sér inn á hótelið en næturvörður sem var þar að störfum meinaði þeim inngöngu.

Við það varð annar mannanna ósáttur og henti bjórflösku í höfuð næturvarðarins þannig að hann fékk mar á enni og þá skemmdust gleraugu sem hann var með.

Varð út úr þessu átök á milli næturvarðarins og þess sem henti flöskunni og bárust þau út á götu þar sem lögreglumenn, sem höfðu verið í útkalli á veitingastaðinn Lundann, skárust í leikinn.

Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til víman rann af honum. Hann var síðan laus eftir skýrslutöku síðdegis sama dag.

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni. Í öðru tilvikinu fannst smáræðis af kannabisefnum við húsleit í heimahúsi. Í hinu tilvikinu var komið með smáræði af amfetamíni á lögreglustöðina sem fannst fyrir utan veitingastaðinn Lundann.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá var einn ökumaður stöðvaður þar sem hann hafði ekki réttindi til að aka þeirri bifreið sem hann ók. Einn ökumaður fékk sekt fyrir ólöglega lagningu ökutækis síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×