Innlent

Nauðgunarkæran forgangsmál hjá lögreglunni

Egill "Gillzenegger“
Egill "Gillzenegger“ mynd úr safni
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintri nauðgun Egils „Gilzenegger" Einarssonar og kærustu hans gengur ágætlega, að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar. Ekki er hægt að segja til um það á þessu stigi málsins hvenær rannsókninni ljúki en hún er flokkuð sem forgangsmál innan kynferðisbrotadeildarinnar.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga voru Egill „Gillzenegger" og kærasta hans kærð fyrir nauðgun í síðustu viku. Egill var nafngreindur opinberlega á Eyjunni fyrir helgi en áður hafði DV greint frá því að par hefði verið kært fyrir nauðgun. Agli er gefið að sök að hafa ásamt unnustu sinni þvingað rétt rúmlega átján ára gamla stúlku til kynferðismaka.

Egill neitar ásökunum í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum á föstudagskvöldið. „Þær ásakanir sem á mig hafa verið bornar eru fráleitar og engar líkur á að þær muni leiða til opinberrar ákæru. Tilgangurinn með þessum ásökunum er því augljóslega ekki að ná fram ákæru heldur einvörðungu að sverta mannorð mitt," segir í yfirlýsingu Egils en þar segir einnig að hann ætli að kæra stúlkuna fyrir rangar sakagiftir.






Tengdar fréttir

Ari Edwald: Gillz fer ekki í loftið á meðan málið er í athugun

"Hann fer ekki í loftið á meðan málið er í athugun,“ svarar Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, spurður hvort Egill Gillzenegger Einarsson, muni skemmta landanum á vegum 365 miðla eftir að hann og unnusta hans voru kærð fyrir nauðgun í síðustu viku.

Gillz kærður fyrir nauðgun

Egill Einarsson, kallaður Gillzenegger, hefur verið kærður fyrir nauðgun. Það er Eyjan.is sem greinir frá þessu.

Gillz segir nauðgunarásakanir fráleitar

Egill Einarsson, eða Gillzenegger, segir ásakanir um nauðgun fráleitar og eingöngu til þess fallnar að sverta mannorð sitt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Egill sendi Vísi fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×