Innlent

Lögreglan kom að alvarlega meiddum manni

Íbúi í húsi við Skúlagötu reyndist alvarlega meiddur þegar lögregla kom að honum í nótt, eftir að nágrannar höfðu kvartað yfir hávaða frá íbúð hans.

Hann var meðal annars skorinn á höndum og víðar, og var hann þegar fluttur á slysadeild Landsspíatlans, þar sem hann er enn.

Engin annar var á vettvangi þegar lögreglan kom og eru málsatvik öll óljós, en lögregla vinnur að rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×