Innlent

Mokið tröppurnar - það auðveldar störf bréfbera til muna

Bréfberi að störfum.
Bréfberi að störfum.
Pósturinn hvetur fólk núna fyrir jólin að moka tröppur og aðgengi að húsum þegar svona mikill snjór er og koma í veg fyrir hálkubletti.

Þetta auðveldar störf bréfbera til muna en burðurinn þyngist nú dag frá degi hjá bréfberum.

Einnig er mikilvægt að það sé góð lýsing við útidyr og að merkingar á húsum og póstkössum séu skýrar og greinilegar. Mesta slysatíðni á meðal bréfbera og útkeyrslufólks Póstsins er vegna hálku á einkalóðum eins og á tröppum, innkeyrslum og göngustígum.

Aðstoð landsmanna og tillitssemi við bréfbera auðveldar Póstinum að koma jólapóstinum örugglega til skila á sem fljótlegastan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×