Innlent

Óskilorðsbundið fangelsi fyrir að stela snúru

Mynd/GVA
Karlmaður var dæmdur í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir þjófnaðarbrot. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að stela rafmagnssnúru að fartölvu, hvítvínsflöskum og farsíma.

Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir þjófnað og húsbrot að auki. Þannig var hann dæmdur síðast í febrúar árið 2009 fyrir nytjastuld og skemmdarverk, Maðurinn rauf skilorð með broti sínu og því er refsingin óskilorðsbundin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×