Fótbolti

Balotelli skoraði fyrir Ítalíu - úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Balotelli leyfði sér að brosa í kvöld. Hér er hann með Pazzini, hinum markaskorara leiksins.
Balotelli leyfði sér að brosa í kvöld. Hér er hann með Pazzini, hinum markaskorara leiksins. Nordic Photos / Getty Images
Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld. Ítalía og Frakkland unnu sína leiki en Þýskaland og Holland gerðu bæði jafntefli í sínum viðureignum.

Hollendingar máttu sætta sig við markalaust jafntefli gegn Sviss en síðarnefnda liðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM 2014.

Þjóðverjar gerðu 3-3 jafntefli við Úkraínu á útivelli en Úkraínumenn eru gestgjafar á EM næsta sumar ásamt Pólverjum. Úkraína komst í 3-1 forystu í leiknum en Þjóðverjar náðu að jafna með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Toni Kroos, Simon Rolfes og Thomas Müller skoruðu mörk Þjóðverja í kvöld.

Mario Balotelli skoraði fyrir Ítalíu í kvöld sem vann 2-0 sigur á hinum EM-gestgjöfunum, Póllandi, í kvöld. Giampolo Pazzini, leikmaður Inter, skoraði síðara mark Ítala í leiknum.

Loic Remy tryggði svo Frökkum 1-0 sigur á Bandaríkjunum.

Úrslit valdra leikja:

Kýpur - Skotland 1-2

Holland - Sviss 0-0

Grikkland - Rússland 1-1

Úkraína - Þýskaland 3-3

Pólland - Ítalía

Belgía - Rúmenía 2-1

Frakkland - Bandaríkin 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×