Tónlist

Dikta stefnir enn hærra

Dikta stefnir enn hærra með nýju plötunni.
Dikta stefnir enn hærra með nýju plötunni.

Það eru eflaust einhverjir sem bíða spenntir eftir fjórðu breiðskífu hljómsveitarinnar Diktu, Trust Me. Hún dettur í hús hjá plötubúðum á föstudaginn en síðasta plata sveitarinnar, Get It Together, náði platínumsölu og vel það.

Dikta ætlar að fagna nýju plötunni með útgáfutónleikum á Nasa við Austurvöll fimmtudagskvöldið 24. nóvember og segjast ætla engu til að spara til að gera þetta veglegustu tónleika sveitarinnar hingað til.

Þar verður án efa mikil stemmning enda hlaut sveitin Íslensku tónlistarverðlaunin síðastliðin tvö ár sem vinsælasti flytjandi landsins. Þá hefur sveitin unnið að því undanfarin misseri að fylgja síðustu plötu eftir með tónleikaferðum til Evrópu og Ameríku en platan kom út víða erlendis.

Trust Me inniheldur ellefu lög sem "taka hlustandann með sér í rússibanareið um allan tilfinningaskalann. Hressandi rokk, ljúfar og fallegar ballöður og allt þar á milli," eins og segir í tilkynningu. Liðsmenn Diktu drógu sig í hlé stóran part af þessu ári og lögðust undir feld til að einbeita sér að gerð þessarar nýju plötu.

Trust Me verður fáanleg í forsölu á tónlist.is frá og með þriðjudeginum 15. nóvember. Þá er byrjað að selja miða á útgáfutónleikana í næstu viku og eru þeir fáanlegir á midi.is.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.