Fótbolti

Welbeck ekki með Englandi gegn Svíum

Welbeck í baráttu gegn Gerard Pique um helgina.
Welbeck í baráttu gegn Gerard Pique um helgina.
Framherjinn Danny Welbeck verður ekki með enska landsliðinu gegn Svíþjóð í kvöld. Hann er meiddur.

Welbeck kom af bekknum í síðari hálfleik gegn Spánverjum um helgina og stóð sig ágætlega. Meiðsli hans gætu gert það að verkum að Daniel Sturridge verði í fremstu víglínu með Bobby Zamora.

Capello landsliðsþjálfari var búinn að staðfesta að Sturridge yrði á bekknum en meiðsli Welbeck setja strik í reikninginn.

Capello ætlar að gera átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×