Fótbolti

Tékkar skildu Svartfellinga eftir heima

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.
Petr Jiracek var hetja Tékka í kvöld er þeir tryggðu sér farseðilinn á EM með 0-1 útisigri gegn Svartfellingum. Tékkar unnu fyrri leikinn, 2-0, og vinna því rimmuna 3-0 samanlagt.

Svartfellingar lögðu allt undir í leiknum og náðu að þjarma mjög hraustlegt að Tékkum. Petr Cech átti stórleik í marki Tékka og varði hvað eftir annað glæsilega.

Þegar það var orðið fáliðið í vörninni náðu Tékkar skyndisókn og Jiracek gulltryggði EM-sætið með marki níu mínútum fyrir leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×