Fótbolti

Írar á stórmót í fyrsta sinn síðan 2002

Írar fagna í kvöld.
Írar fagna í kvöld.
Það var mikil gleði í Dublin í kvöld þegar Írar tryggðu sér sæti á EM næsta sumar. Írar gerðu þá jafntefli, 1-1, gegn Eistum en þar sem Írar unnu fyrri leikinn 0-4 þá komust þeir örugglega áfram.

Stephen Ward kom Írum yfir á 32. mínútu en Konstantin Vassiljev jafnaði á 56. mínútu og þar við sat. Írar nutu lífsins á síðustu mínútunum og voru byrjaðir að brosa löngu áður en flautað var af.

Þetta er í fyrsta sinn síðan á HM 2002 sem Írar komast á stórmót. Þá var írska goðsögnin Robbie Keane einnig í hópnum og hann mun örugglega kveðja landsliðið á EM næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×