Lífið

Vinur Jay-Z spilar á Íslandi um helgina

Margir skemmtistaðir eru þessa dagana að stilla upp dagskrá fyrir helgina og vanda sig þá sérstaklega fyrir föstudaginn sem skartar hinni einstöku dagsetningu 11.11.11.

Vegamót eru þar engin undantekning og hafa fengið til liðs við sig plötusnúðinn Neil Armstrong frá New York. Armstrong er gríðarlega vel þekktur í hip hop-bransanum og hefur meðal annars spilað með Jay-Z á tónleikum í fjölda ára.

Það þykir einnig vinsælt að fá hann til að spila á undan hljómsveitum en hann hefur einnig komið fram á tónleikum með Beyonce, Timbaland, Coldplay, Puff Daddy, Kanye West og fleirum.

Armstrong byrjaði ferilinn í plötusnúðakeppnum þar sem gríðarleg teknísk kunnátta hans fékk að njóta sín. Hann mun eflaust leyfa Íslendingum að fá nasaþefinn af því þegar hann mætir á Vegamót á föstudaginn.

Armstrong til halds og traust verða Jay-O og Benni B-Ruff. Veislan byrjar klukkan 23 og ekkert kostar inn. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu viðburðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.