Lífið

Eddie Murphy verður ekki kynnir á Óskarnum

Eddie Murphy á frumsýningu Tower Heist.
Eddie Murphy á frumsýningu Tower Heist. mynd/AFP
Leikarinn Eddie Murphy tilkynnti í dag að hann væri hættur við að kynna næstu Óskarsverðlaun. Ákvörðun Murphys fylgir í kjölfarið á tilkynningu leikstjórans Brett Ratner um að hann væri hættur við að framleiða útsendinguna.

Ratner sagði skilið við Óskarsverðlaunin eftir að nýleg ummæli hans um samkynhneigða féllu í grýttan jarðveg. Hann sagðist hafa hlakkað mikið til að framleiða útsendinguna en hann væri þó knúinn til að yfirgefa verkefnið.

Murphy sagði að honum hefði hlakkað afar mikið til að hefja framleiðslu útsendingarinnar en hann verði að styðja félaga sinn.

Ratner leikstýrði Murphy í kvikmyndinni Tower Heist sem frumsýnd var á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.