Innlent

Game Of Thrones tekið upp hér á landi í lok nóvember

Game Of Thrones
Game Of Thrones
Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á landi, nánar tiltekið í Ríki Vatnajökuls, í lok nóvember næstkomandi.

Þetta kemur fram á vefsíðu ríkis vatnajökuls. Þættirnir hafa slegið í gegn vestanhafs en það er sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina sem eru sýndir á Stöð 2.

Á vefsíðunni segir að framleiðslufyrirtækið Pegasus sjái um tökuliðið hér á landi en nú er verið að leita að aukaleikurum til að leika í þáttunum hér á landi. Verið er að leita að bæði konum og körlum og þurfa karlarnir þá helst að vera skeggjaðir og vígalegir. Áhugasamir geta sent tölvupóst á sara hjá pegasus.is.



Vefsíða Ríkis Vatnajökuls.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×