Enski boltinn

West Ham vildi fá Tevez á láni en City hafnaði því

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez skorar hér frægt sigurmark fyrir West Ham á Old Trafford vorið 2007.
Carlos Tevez skorar hér frægt sigurmark fyrir West Ham á Old Trafford vorið 2007. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City hafnaði í gær tilboði West Ham en enska b-deildarliðið vildi frá vandræðagemlinginn Carlos Tevez á láni út tímabilið. Carlos Tevez er sem stendur í tveggja vikna verkbanni eftir að neitað að koma inn á völlinn á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Carlos Tevez sló í gegn með West Ham tímabilið 2006-07 og átti mikinn þátt í því að liðið hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Tevez skoraði 7 mörk í 29 leikjum þar á meðal sigurmark á móti Manchester United í lokaumferðinni.

Reglur ensku deildarkeppninnar eru þannig að Tevez hefði getað komið strax til West Ham þótt að félagsskiptaglugginn sé lokaður. City hafði hinsvegar engan áhuga á því að senda Tevez á Upton Park.

West Ham tókst hinsvegar að fá spænska markvörðinn Manuel Almunia á láni frá Arsenal. West Ham þurfti nauðsynlega á markverði að halda eftir að í ljós kom að Robert Green verður frá næstu sex vikurnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×