Enski boltinn

Aðeins 9 mörk úr 20 vítum i ensku deildinni til þessa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt sést hér taka vítið.
Dirk Kuyt sést hér taka vítið. Mynd/Nordic Photos/Getty
Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, lét Tim Howard verja frá sér víti í fyrri hálfleik í leik Liverpool á móti Everton á Goodison Park. Þetta er fyrsta vítið sem nýtist ekki Merseyside-slag í tíu ár en alls ekki fyrsta vítið sem klúðrast í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa aðeins nýtt 9 af 20 vítaspyrnum sínum til þessa á tímabilinu sem gerir bara 45 prósent vítanýting.

Síðastur á undan Dirk Kuyt til að klikka á víti í derby-leik Liverpool og Everton var Robbie Fowler en hann klikkaði á víti í leik liðanna í apríl 2001 eða fyrir meira en áratug síðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×