Enski boltinn

Wenger ekki í neinu partýstuði

Það verður ekkert teiti á laugardaginn til þess að fagna 15 ára valdatíð Arsene Wenger hjá Arsenal. Eingöngu nágrannaslagur gegn Tottenham daginn eftir.

Wenger er ekki í neinu partýstuði þar sem hans lið hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum í deildinni.

"Það er margt sem ég get verið ósáttur við. Ég horfi þess utan aldrei til baka og er ekkert fyrir að fagna svona áföngum. Í þessu starfi dugar ekkert annað en að horfa fram á veginn," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×