Enski boltinn

Mancini: Ég finn til með Carlos Tevez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez lætur hér Ali Al Habsi verja frá sér vítið í dag.
Carlos Tevez lætur hér Ali Al Habsi verja frá sér vítið í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var að sjálfsögðu mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag sem unnu sannfærandi 3-0 sigur á Wigan á heimavelli.

Argentínumaðurinn Sergio Aguero skoraði öll þrjú mörkin í leiknum en landi hans Carlos Tevez lét verja frá sér víti í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu á þessu tímabili.

„Sergio er frábær framherji. Hann skoraði þrjú glæsileg mörk og fékk síðan fleiri færi," sagði Roberto Mancini en Sergio Aguero hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins.

„Ég finn til með Carlos Tevez því hann fékk tækifæri til að skora úr vítinu en tókst það ekki. Svona er bara fótboltinn og ég vona að hann nái að skora í næsta leik," sagði Roberto Mancini.

Carlos Tevez hafði aðeins spilað 23 mínútu í fyrstu þremur leikjum Manchester City en var í byrjunarliðinu í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×