Innlent

Tjón af völdum bresku hryðjuverkalaganna um 5 milljarðar

Skýrslunni var dreift á Alþingi í dag.
Skýrslunni var dreift á Alþingi í dag.
Skýrslu um áhrif bresku hryðjuverkalaganna var dreift á Alþingi í dag. Heildartjónið sem af lögunum hlaust er metið á bilinu 2 til 9 milljarðar króna, en líklegasta gildið er um 5 milljarðar.

Höfundar skýrslunnar gera mikla fyrirvara við niðurstöður hennar, m.a. vegna þess hve erfitt er að greina áhrif hryðjuverkalaganna frá öðrum þáttum sem tengdust hruninu árið 2008. Þrátt fyrir þá fyrirvara er ljóst að lögin höfðu áhrif á fyrirtæki landsins.

Við gerð skýrslunnar voru tekin viðtöl við stjórnendur tæplega 40 fyrirtækja og farið yfir áhrif laganna á þau. Sjónum var beint að íslenskum inn- og útflutningsfyrirtækjum. Bankar og fjármálafyrirtæki voru undanskilin. Einnig var leitað til Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitsins og annarra sérfræðinga við gerð hennar. Í skýrslunni er farið yfir aðdraganda beitingar hryðjuverkalaganna og erlenda fréttaumfjöllun.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks settu fram beiðni um gerð téðrar skýrslu fyrr á árinu. Skýrslan var í kjölfarið unnin að frumkvæði fjármálaráðuneytisins. IFS Greining sá um gagnaöflun, sérfræðivinnu og gerð skýrslunnar.

Hér má lesa skýrsluna í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×