Lífið

Tónleikar í Hörpu til eflingar geðheilsu

MYNDIR/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Forvarna- og fræðslusjóðurinn Þú getur!, sem Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir stofnaði, hélt stórtónleika í Hörpu síðasta laugardag til eflingar geðheilsu. Margir helstu tónlistarmenn landsins gáfu starfskrafta sína án endurgjalds nú sem áður.

Ásamt fleirum komu fram Karlakór Reykjavíkur, Diddú og Egill Ólafsson ásamt Jónasi Þóri. Kristján Jóhannsson, Gissur Páll Gissurarson, Geir Ólafs, Margrét Eir, Thin Jim og Fabula. Jón Jónsson, Júpiters og Jassbandið með Don Randi. Kynnir kvöldsins var Edda Björgvinsdóttir.

Það var frábær stemming á tónleikunum og troðfullt út úr dyrum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Heiðursgestur og verndari tónleikanna var frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands.

Markmið forvarna- og fræðslusjóðsins ÞÚ GETUR! eru að vekja fólk til meðvitundar um mikilvægi góðrar geðheilsu og eflingu hennar. Þar að auki eru verkefni sjóðsins að styrkja þá til náms sem átt hafa við geðræn veikindi að stríða, að efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna og að auka umræðu til þess að draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum.

Þeir sem vilja styðja ÞÚ GETUR! er bent á söfnunarreikning 0336-26-1300, kennitala 621008-0990. - Thugetur.is.



MYNDIR/Ragnheiður Arngrímsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×