Guðmundur verður óháður þingmaður - rætt við fleiri þingmenn um úrsögn 22. ágúst 2011 17:49 Guðmundur Steingrímsson. Guðmundur Steingrímsson mun segja sig úr Framsóknarflokknum á morgun og sitja sem óháður þingmaður á Alþingi. Samkvæmt heimildum Vísis hyggst Guðmundur einnig koma að stofnun nýs stjórnmálaafls sem hefur verið að gerjast í nokkra mánuði og samanstendur af Framsóknarmönnum sem hafa ýmist sagt sig úr flokknum eða finnast sem þeir hafa ekki átt samleið með flokknum, þá helst út af harðri andstöðu forystunnar við aðildarviðræður við ESB. Vísir ræddi meðal annars við Hall Magnússon, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í desember á síðasta ári. Hann er meðal þeirra sem koma að þessu stjórnmálaafli sem hefur þó ekki verið stofnað formlega. Hann sagði í samtali við Vísi að hann hefði ekki rætt við Guðmund um væntanlega úrsögn hans úr Framsóknarflokknum. Hann sagði þó félagsskapinn eiga margt sameiginlegt með áherslum Guðmundar og eiga það ennfremur sameiginlegt með honum að þeir finni sér ekki stað í Framsóknarflokknum eins og hann er orðinn í dag. „Það er orðin ísköld staðreynd að fólk innan Framsóknarflokksins er búið að gefast upp á því hvert flokkurinn stefnir," sagði Hallur en nokkrar væringar hafa verið innan flokksins síðustu daga, meðal annars þungavigtarmenn úr félagsstarfi flokksins sagt sig úr honum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis hefur verið komið að máli við fleiri þingmenn Framsóknarflokksins og þeim boðið að taka þátt í stofnun hins nýja stjórnmálaafls. Þeir munu vera að hugsa sinn gang en ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði fyrst heyrt af áætlunum Guðmundar í fjölmiðlum. Mest lesið Goddur er látinn Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Innlent Fleiri fréttir Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson mun segja sig úr Framsóknarflokknum á morgun og sitja sem óháður þingmaður á Alþingi. Samkvæmt heimildum Vísis hyggst Guðmundur einnig koma að stofnun nýs stjórnmálaafls sem hefur verið að gerjast í nokkra mánuði og samanstendur af Framsóknarmönnum sem hafa ýmist sagt sig úr flokknum eða finnast sem þeir hafa ekki átt samleið með flokknum, þá helst út af harðri andstöðu forystunnar við aðildarviðræður við ESB. Vísir ræddi meðal annars við Hall Magnússon, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í desember á síðasta ári. Hann er meðal þeirra sem koma að þessu stjórnmálaafli sem hefur þó ekki verið stofnað formlega. Hann sagði í samtali við Vísi að hann hefði ekki rætt við Guðmund um væntanlega úrsögn hans úr Framsóknarflokknum. Hann sagði þó félagsskapinn eiga margt sameiginlegt með áherslum Guðmundar og eiga það ennfremur sameiginlegt með honum að þeir finni sér ekki stað í Framsóknarflokknum eins og hann er orðinn í dag. „Það er orðin ísköld staðreynd að fólk innan Framsóknarflokksins er búið að gefast upp á því hvert flokkurinn stefnir," sagði Hallur en nokkrar væringar hafa verið innan flokksins síðustu daga, meðal annars þungavigtarmenn úr félagsstarfi flokksins sagt sig úr honum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis hefur verið komið að máli við fleiri þingmenn Framsóknarflokksins og þeim boðið að taka þátt í stofnun hins nýja stjórnmálaafls. Þeir munu vera að hugsa sinn gang en ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði fyrst heyrt af áætlunum Guðmundar í fjölmiðlum.
Mest lesið Goddur er látinn Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Innlent Fleiri fréttir Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Sjá meira