Páll Viðar: Skildum ekki eftir munaðarleysingja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. ágúst 2011 16:45 Páll Viðar Gíslason svarar gagnrýni þáttastjórnanda Pepsi-markanna vegna umræðu um ferð hans og Atla Sigurjónssonar til Hollands. Páll Viðar er þjálfari Þórs og Atli lykilmaður í liðinu. Sá síðarnefndu er nú að æfa til reynslu hjá hollenska liðinu NEC Nijmegen og var ákveðið að Páll Viðar myndi fylgja honum utan. Þeir voru svo fjarverandi þegar að Þór tapaði, 2-0, fyrir FH á sunnudaginn og var Páll Viðar sérstaklega gagnrýndur fyrir það eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. „Það er ekki verið að skilja eftir neina munaðarleysingja,“ sagði Páll Viðar í samtali við Vísi í dag. „Við erum þrír þjálfararnir og það voru tveir eftir til að stýra þessum leik. Ég skil því ekki af hverju þetta ætti einhverju máli að skipta.“ „Ég veit nú ekki betur að þjálfarar hafi farið út yfir sumarið og misst úr leik og það af ýmsum ástæðum. Ef menn vilja túlka þetta sem vitleysu eða eitthvað annað verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segist geta notað ferðina til að læra heilmikið um þjálfarafræðin. „Eigum við ekki að segja að ég sé á lærdómsmiklu námskeiði í efstu deild í Hollandi. Það má kalla þetta vinnuferð,“ sagði Páll Viðar. „Þessi ferð kom upp með skömmum fyrirvara þar sem að forráðamenn liðsins gengu hart að því að fá Atla út til skoðunar áður en lokað verður fyrir félagaskipti.“ „Ég er einnig framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Þórs og er það ekki þannig að framkvæmdarstjórar annarra félaga hafi ekki mátt missa út leik. En ég er bæði framkvæmdarstjóri og þjálfari og því viðbúið að það verði árekstrar.“ „Mér skilst að strákarnir hafi staðið sig vel og haldið jöfnu fram á 83. mínútu. Maður spyr sig hvort þessi gagnrýni hafi komið ef úrslitin hefðu verið jákvæð fyrir okkur. Er það ekki alltaf þannig?“ Páll Viðar bendir á að hann hafi verið gagnrýndur að hvíla leikmenn í leik liðsins gegn Stjörnunni, viku fyrir bikarúrslitin gegn KR. „Á móti kom að ég gat teflt öllum mínum leikmönnum fram í bikarúrslitunum og gátum við gefið KR-ingunum hörkuleik.“ „Það er alltaf hægt að segja hvað ef. Auðvitað eru margar hliðar á þessu. En þetta er ákvörðun sem við tókum og við stöndum við hana.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Páll Viðar Gíslason svarar gagnrýni þáttastjórnanda Pepsi-markanna vegna umræðu um ferð hans og Atla Sigurjónssonar til Hollands. Páll Viðar er þjálfari Þórs og Atli lykilmaður í liðinu. Sá síðarnefndu er nú að æfa til reynslu hjá hollenska liðinu NEC Nijmegen og var ákveðið að Páll Viðar myndi fylgja honum utan. Þeir voru svo fjarverandi þegar að Þór tapaði, 2-0, fyrir FH á sunnudaginn og var Páll Viðar sérstaklega gagnrýndur fyrir það eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. „Það er ekki verið að skilja eftir neina munaðarleysingja,“ sagði Páll Viðar í samtali við Vísi í dag. „Við erum þrír þjálfararnir og það voru tveir eftir til að stýra þessum leik. Ég skil því ekki af hverju þetta ætti einhverju máli að skipta.“ „Ég veit nú ekki betur að þjálfarar hafi farið út yfir sumarið og misst úr leik og það af ýmsum ástæðum. Ef menn vilja túlka þetta sem vitleysu eða eitthvað annað verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segist geta notað ferðina til að læra heilmikið um þjálfarafræðin. „Eigum við ekki að segja að ég sé á lærdómsmiklu námskeiði í efstu deild í Hollandi. Það má kalla þetta vinnuferð,“ sagði Páll Viðar. „Þessi ferð kom upp með skömmum fyrirvara þar sem að forráðamenn liðsins gengu hart að því að fá Atla út til skoðunar áður en lokað verður fyrir félagaskipti.“ „Ég er einnig framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Þórs og er það ekki þannig að framkvæmdarstjórar annarra félaga hafi ekki mátt missa út leik. En ég er bæði framkvæmdarstjóri og þjálfari og því viðbúið að það verði árekstrar.“ „Mér skilst að strákarnir hafi staðið sig vel og haldið jöfnu fram á 83. mínútu. Maður spyr sig hvort þessi gagnrýni hafi komið ef úrslitin hefðu verið jákvæð fyrir okkur. Er það ekki alltaf þannig?“ Páll Viðar bendir á að hann hafi verið gagnrýndur að hvíla leikmenn í leik liðsins gegn Stjörnunni, viku fyrir bikarúrslitin gegn KR. „Á móti kom að ég gat teflt öllum mínum leikmönnum fram í bikarúrslitunum og gátum við gefið KR-ingunum hörkuleik.“ „Það er alltaf hægt að segja hvað ef. Auðvitað eru margar hliðar á þessu. En þetta er ákvörðun sem við tókum og við stöndum við hana.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira